Íslenska Fjarskiptahandbókin 3

Uppflettirit um fjarskiptatækni sem gagnast jafnt
fagmönnum og áhugamönnum.

 

Íslensk fjarskiptafyrirtæki

Yfirgripsmikil kynning á íslenskum fyrirtækjum sem starfa á sviði
fjarskiptatækni með umfjöllun um þeirra tækni og þjónustu.

1

Tækni og tækninýjungar

Upplýsingar um þau fjarskiptakerfi sem standa almenningi til
boða, tækninýjungar á fjarskiptasviði auk þess sem kynntir eru staðlar, lög og reglur varðandi fjarskipti.

Uppflettibók

Íslenska fjarskiptahandbókin gegnir einnig hlutverki uppflettibókar fyrir faglegar reikniformúlur, upplýsingatöflur og fleira

Miklar framfarir og nýjungar

Ekki hefur farið fram hjá neinum að geysilegar framfarir hafa orðið í fjarskiptatækni á
undanförnum árum og margar nýjungar litið dagsins ljós. Lítið er um útgáfu á íslensku lesefni
um fjarskiptatækni. Hlutverk Íslensku Fjarskiptahandbókarinnar er að ráða bót á
þessu með aðgengilegum skýringum. Bókin er jafnt nýtileg fagmönnum sem almenningi þar
sem efnið er sett fram á mjög skýran og skeleggan hátt.

Meðmæli með Íslensku fjarskiptahandbókinni

Fyrir fagmenn jafnt sem áhugamenn um fjarskipti

Fjórða iðnbyltingin er í raun hafin í heiminum og eiga þar ýmis snjalltæki stóran þátt í þeirri byltingu en samtenging  ýmiss búnaðar yfir Netið er þar stærstur gerandi. Nýting á sjónvarpsefni hefur breyst gríðarlega og á línulegt sjónvarpsáhorf undir högg að sækja sökum margra efnisveitna sem í boði eru. Sökum þessa verður enn mikilvægara að byggja upp innviði tæknisamfélagsins. Það er verulega ánægjulegt að við erum komin með nýja Fjarskiptahandbók enda er handbókin gríðarlega verðmæt fyrir félgasmenn okkar. Samanteknar upplýsingar á einum stað eru okkur verðmætar.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

Fáar stéttir hafa átt eins mikið undir framboði á góðri eftirmenntun og rafiðnaðarmenn því undanfarna áratugi hefur þróun raftækninnar verið hraðari en mönnum óraði fyrir á síðustu öld. Fjarskiptatæknin er þar framarlega í flokki, tækni sem hefur valdið ótrulegum breytingum á líf almennings um allan heim. Í þessu umhverfi örra breytinga er mikilvægt að geta gripið til aðgengilegra upplýsinga um fjarskipti og tækni sem þeim tengist. Íslenska fjarskiptahandbókin sem hér er kynnt byggist eins og svo margt annað á áhuga, drifkrafti og elju einstaklina sem vilja gera tæknina aðgengilega fyrir fagfólk og almenning.

Ásbjörn Jóhannesson

Framkvæmdastjóri Samtaka Rafverktaka

Tækninni í fjarskiptaheiminum fleygir fram og nýjungar eru stanslaust að detta inn á markaðinn. Rafiðnaðarmenn sem vinna í þessum geira mega hafa sig alla við að fylgjast með því nýjasta og besta á hverjum tíma. Það er því mjög ánægjulegt að fá nýja útgáfu af Fjarskiptahandbókinni. Það sparar okkur tíma að geta flett upp í jafn aðgengilegu riti og Fjarskiptahandbókin er. Ég fagna þessu framtaki og Örlygur á þakkir skyldar fyrir að ráðast í þessa vinnu eina ferðina enn.

Þórunn S. Jónsdóttir

Rafeindavirki

Sýnishorn úr Íslensku Fjarskiptahandbókinni 3

Flettu bókinni hér að neðan og sjáðu sýnishorn úr bókinni.

Blaðsíðna bók í A4 stærð

Hefur þú einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar!