Skilmálar

Almennt

Skjámynd ehf er útgefandi Íslensku Fjarskiptahandbókarinnar og rekur þessa vefverslun.
Skjámynd áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust.

Greiðsluferli fer fram á öruggu greiðslusvæði Borgunar.

Afhending vöru

Öllum pöntunum á þessari síðu er dreift af Póstinum. Reynt er eftir fremsta megni að afgreiða öll
kaup næsta virka dag eftir pöntun. Skjámynd ehf sendir viðskiptavinum sínum
staðfestingarpóst þegar gengið hefur verið frá kaupum á síðunni.
Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru frá
Póstinum. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins. Verði vara fyrir tjóni frá því
að hún er send og þar til hún berst viðtakanda er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og
greiðum við allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 7 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna,
henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki
rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir
vörukaupunum þarf að fylgja með.

Netverð, skattar og gjöld

Vinsamlegast athugið að verð á Netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í
sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar
eru gefnir út með VSK.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður er reiknaður útfrá gjaldskrá Póstins og er 1.290 kr pr.bók til alltra staða á
landinu. Ef pantað er fyrir meira en 24.000 kr. fellur sendingarkostnaður niður.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í
tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir
neinum kringumstæðum.

Póstlisti

Með því að skrá sig á póstlista vefsíðunnar heimilar viðskiptavinur Skjámyndar ehf að fá
markpóst með fréttum og tilboðum frá Skjámynd ehf. Viðskiptavinir geta alltaf skráð sig af
póstlista.

Skilmálar

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Um smásöluviðskipti gilda ákveðnir skilmálar
sem skilgreindir eru í neytendalögum. Þá skilmála er m.a. að finna í:
Lög um neytendakaup nr. 48/2003
Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000

 

Skjámynd ehf

Eiðistorg 13, 170 Seltjarnarnesi
K.t 650501-3570
skjamynd@skjamynd.is
Sími: 561-3233
Vsk. númer: 71242