Um fjarskiptahandbókina

Ritstjóri Íslensku fjarskiptahandbókarinnar, Örlygur Jónatansson, segir að hann hafi við störf sín á fjarskiptamarkaðinum og við kennslu í fjarskiptatækni á umliðnum árum orðið þess áþreifanlega var að mjög skorti aðgang að ýmiss konar tækniupplýsingum. Tímafrekt sé að
afla sér upplýsinga og vandasamt að halda þeim saman í dagsins önn. Í ljósi þessa hafi hugmyndin að Íslensku Fjarskipthandbókinni kviknað.

Örlygur segir að bókin sé fyrst og fremst ætluð fagmönnum í rafiðnaði, þ.e. rafiðnaðarmönnum, tæknifræðingum, verkfræðingum og öðrum sem starfa við fjarskiptatækni. Einnig sé hún áhugaverð fyrir fagskóla, hönnunar- og verkfræðistofur, tækniverslanir og einnig fyrir fjölbreyttan hóp áhugamanna um fjarskiptatækni og hvern þann annan sem vill vita deili á ýmsum hlutum og hugtökum sem daglega ber fyrir augu og eyru.

Bókin kemur nú út í þriðja sinn að mestu með nýju og endurbættu efni og kallast því Íslenska Fjarskiptahandbókin 3. Útgefandi bókarinnar er Skjámynd ehf, Eiðistorgi 13, 170 Seltjarnarnes, Sími: 561-3233.

Örlygur Jónatansson - Rafeindatæknifræðingur

Örlygur Jónatansson - Rafeindatæknifræðingur

Ritstjóri Íslensku fjarskiptahndbókarinnar

Sýnishorn úr bókinni

Flettu bókinni hér að neðan og sjáðu sýnishorn úr bókinni.

Blaðsíðna bók í A4 stærð

Fyrri útgáfur

Fyrsta útgáfan var gefin út 2002 – Uppseld
Önnur útgáfan var gefin út 2007 – Uppseld
Þriðja útgáfan kemur út í febrúar 2018 – Forpantaðu hana hér á vefnum

Sölustaðir

Íslenska fjarskiptahandbókin 3 er rösklega 250 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Skjámynd ehf ( www.skjamynd.is ) .

Bókina er hægt að panta hér á vefsíðunni á 8.400kr. Bókin er einnig til sölu á eftirtöldum stöðum:

Skjámynd ehf ( www.skjamynd.is  ), Eiðistorgi 13, 170 Seltjarnarnes, Sími: 561 3233
Bóksala stúdenta Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, Sími: 570 0777
Íhlutir ehf, Skipholti 5, 105 Reykjavík, Sími: 511 2840
Reykjafelli hf, Skipholti 35, 105 Reykjavík, Sími: 588 6000
Feris ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, Sími: 510 0500
Öreind sf, Auðbrekku 3, 200 Kópavogur, Sími: 564 1660